24.6.2021 | 07:30
Er lausnin einvörðungis fólgin í stungulyfi, eða gæti ónæmiskerfið kannski hafa verið vanmetið í baráttunni...
Hversu öflugt er ónæmiskerfið. Gæti verið að það hafi kannski verið dálítið vanmetið í stríðinu við Kóvit?
Það getur stundum verið gott að hlusta á, en ekki vanmeta, okkar Guðs gefnu innri rödd eftir leiðsögn, sem við vorum svo heppin að fá í vöggugjöf, þetta svo kallaða "common sense" the still small voice.
Með að gefa okkur tíma til að skoða hlutina, í stað þess fylgja blint háværum röddum í kringum okkur, sem telja sig vita betur. Oftar en ekki hefði ég óskað að ég hefði gert það lífsleiðinni.
Ég velti fyrir mér hvort það sé tilviljun, að það hefur farið fram svo lítil umræða um hvernig við styrkjum ónæmiskerfið?
En hvernig gerum við það. Jú er það ekki:
Rétt samsett fæði og réttu vítamínin
Svefn
Hreyfing
Ró, öryggi og kvíða-og óttaleysi.
Félagslíf og ánægjulegar stundir með ættingjum og vinum.
Það er dálítið merkilegt að flestar aðgerðirnar sem mælt hefur verið með, ganga þvert á þetta allt sem er upp talið.
Það kæmi mér ekki á óvart að síðar, þegar litið verður til baka verður margt ámælisvert. Eins og við oft segjum, það er gott að vera vitur eftir á, en ég velti fyrir mér hvort það sé ekki miklu betra að vera vitur núna.
Það gæti nefnilega verið að það sé til mun ágætari leið, en hún er að láta náttúrulegt ónæmiskerfið um þetta, með að nota áhættuminni einfaldari lyf til að styrkja ónæmiskerfið.
Athugið, það er alltaf hægt að fá sprautu. Það er búið að panta 1400 þús skammta til landsins, en þú átt bara einn líkama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.