En verið hughraustir, því ég hef sigrað heiminn.

Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu. 1 Jóh 2:15-17  

Margir breyta, - ég hef oft sagt yður það og nú segi ég það jafnvel grátandi -, eins og óvinir kross Krists.  Afdrif þeirra eru glötun. Guð þeirra er maginn, þeim þykir sómi að skömminni og þeir hafa hugann á jarðneskum munum.  En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists.  Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum. Því hann hefur kraftinn til að leggja allt undir sig. Fil 3:18-21

Þér elskaðir, látið yður eigi undra eldraunina, sem yfir yður er komin yður til reynslu, eins og yður hendi eitthvað kynlegt.  Gleðjist heldur er þér takið þátt í píslum Krists, til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans.  Sælir eruð þér, er þér eruð smánaðir vegna nafns Krists, því að andi dýrðarinnar, andi Guðs hvílir þá yfir yður. 1 Pétursbréf 4:12-14

Þettimage_2021-09-26_091815a hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn." Jóh 16:33 

En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum, og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu,  og þér munuð sundur troða hina óguðlegu, því að þeir munu verða aska undir iljum yðar, - á þeim degi er ég hefst handa - segir Drottinn allsherjar. Malakí 4:2-3

Stundum eigum við til að falla í þá gryfju og vænta of mikils réttlætis af þessum heimi og hamingju af lífi okkar hér á jörð. Það er oft ekki auðvelt að vera lítill minnihluti sem siglir á móti straumnum, en gleymum ekki, að það voru main stream sem vildu láta krossfesta Krist.

baráttan sem við eigum íÞeir skildu ekki hvað hann var að fara og fræðimenn þess tíma höfðu æst upp lýðinn gegn honum, sem töldu hann því vera með villukenningar, svo réttast væri að krossfesta hann. 

Þá ætti okkur ekki að koma á óvart, að þessum heimi er lýst sem "stíu" í versinu í síðasta kafla Malakí. Það segir þegar hann hefst handa, þ.e. þegar hann hefst handa við við endi alda að skilja góðu uppskeruna frá hinni slæmu:

Það er okkar að velja í hvorri uppsekrunni við verðum, því betra er í vændum fyrir þá sem setja von sína á Drottinn. Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband