Spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.

hver sé hamingjuleiðin 2Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jerimía 6:16a

Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! Orðskviðirnir 4:7

Þitt orð er lampi fóta minn og ljós á vegi mínum. Sálmur 119:105

Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða. 

Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans,  því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu. 

Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist, svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.

Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega, því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar. 

Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum,  því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja - hver veit um þær? Orðskviðirnir 24:14-22

Kenning hins vitra er lífslind til þess að forðast snöru dauðans. Orðskviðirnir 13:14 

lord is my shepherdDrottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Davíðsálmur 23:2-6

Óguðlegur: Merkir þann sem gerir það sem er siðferðislega rangt, sá sem leitar ekki ráð eða fylgir leiðsögn Guðs.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband