Hefur unga fólkið verið upplýst um áhættuna sem það tekur? Þáttaka í tilraun er aðeins lögleg sé hún með upplýstu samþykki.

aukaverkanir (2)Hefur ungt fólk verið upplýst um áhættuna sem það tekur með að fara í sprautunina?

Hefur það verið upplýst um að það geti neitað að taka þátt í tilraun sem lýkur í lok árs 2023? Ég efast um það.

Það er aðeins löglegt að fólk sé þáttakendur í tilraun með upplýstu samþykki.

Veit unga fólkið að fjöldi lækna hafa bent á að lyfið er verra en veikin Dr John Lee, Unlocked; Covid-19: is the cure worse than the disease?

Aukaverkanir lyfjastofnun

Veit það að lyfjafyritækin sem þau eru að fá efnin frá, eru mörg hver með fjölda dómsmála á sér.

Það er virkilega sorglegt að sjá hóp ungs fólks í blóma lífsins, sem á í nánast engri hættu á að látast úr veikinni, vera að taka áhættu með að láta sprauta sig með tilrauna-bóluefni, sem hefur ekki verið sýnt fram á að verji þau gegn veikinni, né að komi í veg fyrir útbreyðslu hennar, og þá ekki vitað nokkuð um skammtíma- né langtíma áhrif þeirra. Þá er það sérstaklega í ljósi allra alvarlegu aukaverkananna sem hafa verið að koma í ljós. Hjartavöðvabólga hjá ungum karlmönnum eftir Pfizer, blóðtappar, fósturlát og eins og sjá má á töflunum svo margt fl.  

 

Það er líka þekkt að það líði yfir fólk eftir sprautuna. Það gerðist fyrir hjúkrunarfræðinginn Tiffany Dover, sem varð frægt, þar sem hún var búin að vera mikill talsmaður bóluefnisins. Hún er látin, eins og sjá má hér. 

Síðast þegar ég vissi voru alvarlegar aukaverkanir tilkynntar til Lyfjastofnunar orðnar 112.  

Hvað er aukaverkun? Aukaverkun er skaðleg og ótilætluð/óæskileg verkun lyfs.

Lyfjastofnun 2Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum og jafnframt aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða eða veldur ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum hjá dýrum. 

Það er einhvern veginn mín upplifun að fólk velji að loka augunum fyrir öllum viðvörunarröddum en velji að treysta að þetta reddist.

Allur fréttaflutningur um málið hvetur til þess að fólk taki þessa áhættu og gerir lítið úr hættunni. Koma fréttirnar á ljósmiðlum um bólusetningar á milli frétta um annað létt efni sem gefur fólki þá tilfinningu að þetta sé bara minnsta mál. En gerum okkur grein fyrir að það er það ekki. 

Það er allt í lagi að velja að bíða, á meðan kemur betur í ljós langtíma áhrif sprautana. það á nefnilega alveg eftir að koma í ljós, þess vegna er lyfið enn með neyðarleyfi.

Bendi ég einnig á að lyfjaefnaframleiðendur hafa verið fríaðir allri ábyrgð, sem segir mér að það er eitthvað sem er ástæða til að óttast.

Það væri kannski óvitlaust að bíða, þar til búið er að rétta yfir málinu fyrir Nurnberg dómstólinnsem búist við að verði gert síðar á árinu. Þar sem í slíkum málum er farið yfir allar staðreyndir málsins og rétt mynd dregin fram í dagsljósið. Þá verður frekar hægt að taka upplýsta ákvörðun.


mbl.is Stórar sendingar af bóluefnum á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband