Hér ríkir þingræði en ekki lýðræði. Hver gætir hagsmuna almennings?

Þarna kemur skýrt fram það sem ég talaði um í gær, að hér ríkir þingræði en ekki lýðræði. Það sést best á því hvernig farið er með kjörgögn og hverjir halda utan um þau.

Er sá galli á íslenskri stjórnsýslu að fyrirkomulagið er þannig, að meiri hluti þingmanna á Alþingi hafa forskot á sæluna, með að þeir eiga auðvelt með að tryggja sér yfirburða þingmennsku sé vilji til þess, þar sem það kemur í þeirra hlut að ákveða framvindu mála. 

Það skortir hlutlausa utanaðkomandi aðila til að gæta hagsmuni almennings og þess að lýðræðið sé tryggilega virt, með réttri meðferð á gögnum. Þannig að það séu ekki hagmunaaðilar eins og þingmenn eða þeir sem þeir kjósa til að sjá um málin fyrir sig, sem séu nær einu eftirlitsaðilar.

Þarna skortir greinilega jafnvægi milli þings og þjóðar. Þá er það bæði með því hvernig haldið er utan um kjörgögn og annað. Meira um það hér í bloggi frá mér í gær.

Fyrirkomulagið sem nú er við lýði er fínt fyrir flokkana, en handónýtt fyrir almenning.


mbl.is Alþingi ógildir kosningu, ekki lögreglan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband