Lýðræði á brauðfótum.

Það er með öllu óboðlegt hvernig almennt er farið með kjörgögn og haldið utan um kosningar hér á landi.

KosningagögnÞað eru margir misbrestir í ferlinu við lýðræðislega kosningu hér á landi og víða pottur brotinn. Má í því samhengi fyrst nefna að notaður er blýantur til útfyllingar á atkvæðaseðlum, sem myndi hvergi vera tekið gilt við útfyllingu á öðrum löggiltum pappírum.

Þá má benda á að kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir eru skipaðar af þingmönnum (12. og 13 gr.) og fer það þá eftir fjölda þingmanna hvers flokks, hversu marga þeir geta valið í kjörstjórnirnar.

Stundum hefur yfirkjörstjórnastjóri, sem er sá aðili sem heldur utan um talningu, ásamt því heldur á þar til gerði gerðabók á staðnum, verið fyrrum aðli í kosningastjórn annars tveggja frambjóðenda, eins og átti sér stað t.d. við talningu í kraganum sem er suðvesturkjördæmi, í síðustu forsetakosningu. 

"Nýuppfærðar upplýsingar á heimasíðu Guðna sýna nú að kosningastjórn hans samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með tengsl við fleiri stjórnmálaflokka. Huginn Frey Þorsteinsson og Kolbein Óttarsson Proppé, en báðir starfa fyrir ráðgjafafyrirtækið Aton. Huginn Freyr hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, og var meðal annars aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var fjármálaráðherra" 

Huginn Freyr Þorsteinsson er formaður yfirkjörstjórnar í fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi.

Við þetta má bæta að Huginn Freyr fékk rúmar 4 milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið. 

image_2021-09-27_074948Svo má einnig benda á að tveir aðilar frá kosningarstað, keyra síðan eftirlitslaust atkvæðakassa á talningarstað.

Eitt sinn var það lögreglan sem flutti atkvæðakassa á milli staða, en það er ekki þannig lengur. 

Hvað breyttist?

Það þarf víst ekki að innsigla rifu á loki. Það segir að aðeins þurfi að ganga þannig frá atkvæðakössum að ekki sé hægt að taka seðla úr kössunum, en ekkert talað um að það þurfi að gæta þess að ekki sé hægt að bæta seðlum í atkvæðkassana. 69. gr. 

Síðan er það svo að það er enginn hlutlaus aðili á staðnum þegar talning fer fram. Þá lendir það í hlut eftirlits á vegum flokka í framboði að fylgjast með því að allt fari löglega fram og samkvæmt reglu.

Þá er það oftast fólk sem veit lítið sem ekkert um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að atkvæðaseðlar teljist löglegir, eða hvernig atkvæðakassar eigi að vera frágengnir, né hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað er ekki sem skyldi og þegar tveir eru í framboði, eru aðeins tveir aðilar frá hvoru framboði sem eiga að sjá um allt eftirlitið.

Þetta fólk þarf ekki að uppfylla nein skilyrði og hefur ekki fengið neina þjálfum til þess. Er það með öllu óboðlegt gagnvart kjósendum og svona skuli farið með kjörgögn almennings og þar með lýðræðið..

Þingræði eða lýðræði ?

Ísland, spilltasta ríki norðursins cool.

Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ætli fólk sé ekki farið að vakna smile.

 


mbl.is Telja ekki aftur í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband