Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.

Stundum líður okkur eins og lærisveinunum um Páskahátíðina forðum, eins og allt sé að fara úrskeiðis og ekkert samkvæmt áætlun, þegar sonur fyrirheitanna konungur Gyðinga var krossfestur dáinn og grafinn. En þetta þurfti að gerast til að lausnin gæti komið, þar sem hann reist upp frá dauðum, fortjald musterisins rifnaði og manninum var veittur persónulegur aðgangur að hástól náðar Guðs að nýju.

 

Það er þrátt fyrir allt sem er að gerast þannig, að Guð er með allt undir fullkomni stjórn og ekkert af því sem er að gerist fer framhjá honum. Þá er það kannski ekki endilega svo að það sé samkvæmt hans fullkominni áætlun eins og fyrir syndafallið í garðinum forðum, þegar maðurinn átti óhindrað persónulegt samfélag við Guð, en þó vissi Guð hvað myndi gerast, þar sem hann þekkir manninn betur en hann gerir sjálfur. Það er þá einhvern veginn þannig að til þess að hið betra geti komið, þá þarf hið verra að fá að klárast. Maðurinn verður að fá að velja það sem ræður úrslitum um hans eilífa dvalastað.

Áhugi Guðs aftur á móti í öllu þessu er "hvað maðurinn velur". Hvað við gerum í kringumstæðum lífsins þegar prófin koma. Veljum við Guð og það sem rétt er eða veljum við eitthvað annað.

Val okkar hér á jörðu hefur nefnilega eilíft gildi og eins og kemur hér fram neðar í 1 Kor 3:11-15 þá ákvarðar það okkar eilífa dvalastað.

Má eiginlega segja að okkar jarðvistaganga sé prófið og skólinn en niðurstöðuna fáum við í lok tímanna eða að einhverju leiti þegar við kveðjum þetta líf..

Það kemur glögglega fram að Guð er ávalt við stjórn, í fyrsta kafla Jobsbókar þar sem Satan gengur fram fyrir Guð og Guð eftir smá samtal gefur Satan leyfi til að reyna Job.

Nú bar svo til einn dag, að synir Guðs komu til þess að ganga fyrir Drottin, og kom Satan og meðal þeirra.  Job 1:7  Mælti þá Drottinn til Satans: "Hvaðan kemur þú?" Satan svaraði Drottni og sagði: "Ég hefi verið að reika um jörðina og arka fram og aftur um hana."  Og Drottinn mælti til Satans: "Veittir þú athygli þjóni mínum Job? því að enginn er hans líki á jörðu, maður ráðvandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar."  Og Satan svaraði Drottni og sagði: "Ætli Job óttist Guð fyrir ekki neitt? Hefir þú ekki lagt skjólgarð um hann og hús hans og allt, sem hann á, hringinn í kring?  Handaverk hans hefir þú blessað, og fénaður hans breiðir sig um landið.  En rétt þú út hönd þína og snert þú allt, sem hann á, og mun hann þá formæla þér upp í opið geðið."  Þá mælti Drottinn til Satans: "Sjá, veri allt, sem hann á, á þínu valdi, en á sjálfan hann mátt þú ekki leggja hönd þína." Gekk Satan þá burt frá augliti Drottins." Job 1:6-12

En þetta er fyrsti kaflinn en alls ekki sá síðasti því það sem þessi prófraun Jobs endaði á að Guð gaf honum tvöfalt aftur allt sem hann missti og að auki eignaðist Job opinberun á persónulegan hátt á því hver Guð í raun er. Þar sem hann segir í síðasta kaflanum. "Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!  Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og ösku. Job 42:5-6."

Hann eignaðist það sem hann átti ekki áður, opinberun á því hver Guð er. Persónulegt samfélag við föðurinn.

En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. Jóh 3:17

Þegar Jesús hafði sagt þetta, varð honum mjög þungt um hjarta og hann sagði beinum orðum: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig."  Lærisveinarnir litu hver á annan og skildu ekki, við hvern hann ætti.  Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um.  Hann laut þá að Jesú og spurði: "Herra, hver er það?"  Jesús svaraði: "Það er sá sem ég fæ bita þann, er ég dýfi nú í." Þá dýfði hann í bitanum, tók hann og fékk Júdasi Símonarsyni Ískaríots.  Og eftir þann bita fór Satan inn í hann. Jesús segir við hann: "Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt!" Jóh 13:21-27

Þarna sýnir sig að Jesús hefur valdið, þar sem hann bókstaflega skipar Judas að gera það sem hann síðan gerði, þar sem hann vissi að það er það sem þurfti til, til að fyrirheitið gæti komist í uppfyllingu.

Og hornin tíu, sem þú sást, eru tíu konungar, sem enn hafa eigi tekið konungdóm, heldur fá vald sem konungar eina stund ásamt dýrinu. Þessir hafa allir eitt ráð, og máttinn og vald sitt gefa þeir dýrinu.  Þessir munu heyja stríð við lambið. Og lambið og þeir, sem með því eru, hinir kölluðu og útvöldu og trúu, munu sigra þá, - því að lambið er Drottinn drottna og konungur konunga."  Og hann segir við mig: "Vötnin, sem þú sást, þar sem skækjan situr, eru lýðir og fólk, þjóðir og tungur.  Og hornin tíu, sem þú sást, og dýrið, munu hata skækjuna og gjöra hana einmana og nakta, eta hold hennar og brenna hana í eldi, því að Guð hefur lagt þeim í brjóst að gjöra vilja sinn og vera samráða og gefa ríki þeirra dýrinu, allt til þess er orð Guðs koma fram.  Og konan, sem þú sást, er borgin mikla, sem heldur ríki yfir konungum jarðarinnar." Opb 17:12-18 (New World Order)

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm,  þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er.  Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun.  Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi. 1 Kor 3:11-15

Að lokum kæru vinir: 

Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans og samfélag písla hans með því að mótast eftir honum í dauða hans. Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum. Fil 3:10-11

Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim - segir Drottinn allsherjar - svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.  En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum, og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu, Malakí 4:1-2

Gleðilega Páskahátíð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband