29.12.2021 | 23:57
Hæstiréttur Belgíu dæmir takmarkanir og lokanir ólögmætar.
Eftir að menningaviðburðastaðir höfðu áfríað dómsúrskurði lægra dómstigs varðandi lokanir í Belgíu til hæstaréttar, þar sem þær höfðu verið dæmdar þar réttmætar til að hefta útbreiðslu veirunnar frægu, dæmdi Hæstiréttur Belgíu lokanirnar ólögmætar og krafðist þess að leikhús,kvikmyndahús og aðrir staðir með menningarviðburði og þar sem fólk kemur saman, skyldu strax opnaðir.
Belgískur dómstóll frestaði á þriðjudag lokun tónleikahúsa, kvikmyndahúsa og annarra skemmtistaða, sem hafði verið ráðstöfun Alexander De Croo forsætisráðherra sem hann tilkynnti í síðustu viku til að stemma stigu við útbreiðslu Omicron Covid-19 afbrigðisins. Samkvæmt nýjum takmörkunum sem tóku gildi á sunnudag var kvikmyndahúsum, tónleikasölum og listamiðstöðvum skipað að loka dyrum sínum, sem sumir héldu þó opnu í mótmælaskyni.
Sagði ríkisráðið, sem er æðsti stjórnsýsludómstóll Belgíu, að yfirvöld hafi ekki sýnt fram á á hvaða hátt skemmtistaðir eru sérstaklega hættulegir staðir fyrir heilsu fólks ... þar sem þeir myndu dreifa kórónuveirunni, með því marki sem nauðsynlegt er til að fyrirskipa lokun þeirra.
Belgian court suspends Covid lockdown of cinemas and concert halls
Þá má velta fyrir sér hvort alvarleiki veikinnar sé metin eftir fjölda einkennalausra smita eða er hann metinn í fjölda dauðsfalla sem hafa verið mjög fá ef einhver á árinu og í raun færri en oft vegna árlegra flensa.
Þá veltir maður fyrir sér hvað liggur fyrir stjórnvöldum að halda uppi þessum óttaáróðri um fjölda smita þegar vitað er að það er ekki hægt að byggja á niðurstöðum þessa PCR prófa.
1988 létust 44 úr flensufaraldri, ég man ekki eftir að það hafi komið oft í fréttum. Það var kannski í mestalagi 2 til 3 fréttir birtar um málið, ef svo mikið.
Skylt efni:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.