Nú eru góð ráð dýr!

  • Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja.  En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun. 
  • Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. 
  • En þú, Guðs maður, forðast þú þetta, en stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð. 1 Tím 3:8-11.

God or mammon

 

Í seinni tíð hefur áherslan í auknu mæli verið á veraldlega velgengni, sem hefur smá saman rekið samfélagið af vegi náungakærleikans og réttlætisins. Við höfum yfirleitt haft það þokkalegt og búin að koma okkur þægilega fyrir í velgengninni. En hvað varð um gott siðferði og háleitari og göfugri markmið? Hafa þau vikið fyrir hentistefnu sem ræður för eins og á við hverju sinni? 

Það er ekki annað að sjá en að nokkuð margir hafi orðið freistingunni að bráð, margir sem vita betur valið að þegja.

Hjúkrunar og heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hræddir við að stíga fram og segja frá því sem þeir vita, reyndar oft ekki fengið mikið tækifæri til þess.

En við þurfum að láta háleitari markmið verða starfsöryggi okkar og ótta við að missa viðkenningu eða virðingu yfirsterkari.

Réttlætiskenndin þarf að sigra.

heyrt hefurMér komu þessi orð í huga í morgun, þegar ég las athugasemd við innlegg þar sem kemur fram að heilbrigðistarfsmaður á spítala okkar landsmanna hafði sagt frá því, án þess að vilja láta nafn síns getins, að aldrei hefðu innlagnir ungmenna á aldrinum 12-18 á hjartadeild og barnaspítalanum verið fleiri.

Við heyrum einnig um aukningu í fósturlátum og að andvana fæðingar hafi tvöfaldast. Það þarf enginn að segja mér að þetta fari framhjá heilbrigðisstarfsmönnum sem verða vitni að slíku. 

Það er mjög gott að við fáum slíkar upplýsingar, en betur má ef duga skal og heilbrigðisstarfsmenn verða að vera tilbúnir að stíga fram og upplýsa um það sem er raunverulega að gerast. 

Þurfa þeir sem finna starfi sínu ógnað að stofna félag og ráða sér lögfræðinga ef stéttafélögin standa ekki með þeim. Ég skil áhyggjur fólks og við vitum að dómstóll götunnar með fréttamiðla í fararbroddi valda mestu mannorðsglæpum síðari tíma, og auðveldlega misnotað. En við megum ekki láta bugast.

Það á ekki bara við heilbrigðisstarfsmenn, heldur fréttamenn og ráðamenn og fleiri líka.

Það virðist vera mjög ríkjandi hér á landi, að mannorðið skiptir marga meira máli en réttlætið.

En nú eru mannslíf í húfi og góð ráð dýr.

Þá koma mér í huga vers fyrra Tímóteusarbréfi Biblíunnar og reyndar fleiri vers.

En talar Biblían um að þetta verði ástandið á hinum svokölluðu síðustu tímum. Að fólk muni elska munaðarlífið meira en Guð.

Ég er ríkur og þarfnast einskins, en þú veist ekki að þú ert fátækur nakinn og blindur segir í þriðja kafla í Opinberunarbók Jóhannesar, þar sem Kristur talar til Láódíkeu kirkjunnar. Og heldur áfram, en ég ræð þér að þú kaupir þér gull skírt í eldi (Orð Guðs) til að hylja með nekt þína.

Það er ekki að sjá annað en að Biblían bendi á hættuna á að með batnandi viðurværi þar sem efnishyggja og metnaður verður göfugri gildum yfirsterkari, þar sem menn treysta á eigin ágæti fremur en lifandi réttlátan elskandi Guð sem forgangraðar þannig að framkoma okkar við hann og meðbræður okkar séu framar veraldlegri stöðu. Ekki að það sé endilega rangt að eiga, eða hafa það gott, heldur að við þurfum alltaf að muna að forgangsraða rétt.

Okkar er valið, en vitum, að við munum þurfa honum reikningskil að gera.

Það sem Guð hvetur til er þetta:

  • Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta. 
  • Ég býð þér fyrir augliti Guðs, sem veitir öllu líf, og fyrir augliti Krists Jesú, er gjörði góðu játninguna frammi fyrir Pontíusi Pílatusi: 
  • Gæt þú boðorðsins lýtalaust, óaðfinnanlega allt til endurkomu Drottins vors Jesú Krists, sem hinn blessaði og eini alvaldur mun á sínum tíma birtast láta, konungur konunganna og Drottinn drottnanna. Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.
  • Bjóð ríkismönnum þessarar aldar að hreykja sér ekki né treysta fallvöltum auði, heldur Guði, sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar. 
  • Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum,  með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna, og munu geta höndlað hið sanna líf. 
  • Þú Tímóteus, varðveit það, sem þér er trúað fyrir, og forðast hinar vanheilögu hégómaræður og mótsagnir hinnar rangnefndu þekkingar,  sem nokkrir hafa játast undir og orðið frávillingar í trúnni. Náð sé með yður.  1 Tim 6:12-21
  • Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið. Guð hefur sjálfur sagt: "Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."  Því getum vér öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? 
  • Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.  Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. 
  • Látið ekki afvegaleiða yður af ýmislegum framandi kenningum. Það er gott að hjartað styrkist við náð, ekki mataræði. Þeir, sem sinntu slíku, höfðu eigi happ af því. Heb 13:5-9
  • Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? 
  • Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?  Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? 
  • Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.  En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. 
  • Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! 
  • Segið því ekki áhyggjufullir: "Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?"  Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. 
  • En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. 
  • Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. Matt 6:25-34
  • Líkt er himnaríki fjársjóði, sem fólginn var í jörðu og maður fann og leyndi. Í fögnuði sínum fór hann, seldi allar eigur sínar og keypti akur þann.
  • Enn er himnaríki líkt kaupmanni, sem leitaði að fögrum perlum. Og er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann, seldi allt, sem hann átti, og keypti hana.
  • Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt.
  • Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum. Matt 13:44-49
  • "Réttlátum":Frá G1349; sanngjarn (í eðli eða athöfn); sem sagt saklaus, heilagur (algjör eða tiltölulega): - sanngjarn, mæta, réttlátur).

Mættum við öll rata veg réttvísinnar.

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband