30.10.2021 | 10:30
Mikið innstreymi sjúklinga á norsk sjúkráhús vegna sjúkdóma af öðrum toga.
Mikill ágangur sjúklinga með bráða sjúkdóma og margir lagðir inn á deildir veldur því að Sjúkrahúsið í Vestfold frestar göngudeildartímum, segir í fyrisögn Norska daglbaðsins VG Nyhedsdagnet í fyrradag.
UTSETTER TIMER PÅ GRUNN AV STOR PASIENTPÅGANG
Segir að - Hið mikla innstreymi samanstendur af sjúklingum með ýmis sjúkdómsástand sem þurfa sjúkrahúsmeðferð og eru ekki vegna kórónuveirunnar, segir í fréttatilkynningu frá sjúkrahúsinu.
Þeir fara ekki nánar út í hvers konar sjúkdóma er um að ræða, en skrifa að önnur sjúkrahús í Noregi búi við slíkt hið sama.
Spítalinn tekur fram að þeir muni forgangsraða sjúklingum með mesta þörf, auk þess sem þeir sjá um aðbúnað starfsmanna sinna og því fái sumir sjúklingar klukkutíma frestun í fyrirhugaðri meðferð.
Þetta verður meðferð þar sem engin heilsufarsáhætta fylgir frestun og við munum reyna að takmarka óþægindin fyrir sjúklinga okkar, skrifar sjúkrahúsið.
Haft verður samband við þá sjúklinga sem þetta á við. (NTB) Vestfold
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.