Eru íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir yfirvalda mögulega brot á meðalhófsreglu stjórnarskránnar.

Ekki þykir hafa verið sýnt fram á að þær sóttvarnaraðgerðir sem beitt er gegn Covid gerir það mikið gagn að hægt sé að réttlæta slíkt íþyngjandi inngrip inn í daglegt líf fólks og atvinnulífið. 

Ekki hefur heldur verið sýnt með óyggjandi hætti fram á að aðgerðirnar geri meira gagn en ógagn.

Þetta vildu m.a. þeir 55 þúsund lækna, lýðheilsuvísindamenn og aðrir heilbrigðisstarfsmenn benda á með undirritun The Great Barrington Declaration, þar sem þeir sögðu aðgerðirnar ekki taldar nauðsynlegar til að ná settum markmiðum.

Þeir gagnrýndu einnig áform um að bólusetja börn við Covid.. Þeir sögðu að öll vísindi styddu að með tímanum myndi hjarðónæmi nást með eðlilegum hætti og áhrif veikinnar mildast, en á meðan það gerðist ætti aðeins að vernda viðkvæmustu hópana.

Hef ég stórar efasemdir um að sú leið sem hefur verið valin með bólusendingunni hafi verið sú rétta, og fljótt á lítið gagnist kannski frekar (leitt að segja það) lyfjarisanum sem á Íslenska Erfðagreiningu sem Kári starfar fyrir, en íslenskum almenningi.

Þetta hafa fjöldi færustu læknar og lýðheilsuvísindamenn verið að benda á.

Það má einnig benda á í þessu samhengi að strax í mars 2020 tóku Bretar Covid-19 af lista yfir High consequence infectious disases HCID byggt á þeim upplýsingum sem þeir höfðu fengið úr rannsóknum um málið og er ekki enn. En enn halda og héldu aðgerðir áfram.

Það er ekki að sjá að aðgerðir séu í neinu samræmi við þær vísindalegu og læknisfræðilegu upplýsingar sem eru uppi á borðum úr rannsóknum og frá læknum sem meðhöndlað sjúkinga frá því í upphafi, en hamast er áfram með sömu upplýsingar og í byrjun, sem eru í raun þær sömu og Þórólfur hélt uppi þegar Svínaflensan fræga gekk yfir 

Þá er meðalhófsreglan sú réttarregla sem kveður á um að íþyngjandi ákvarðanir hins opinbera megi ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná lögmætu markmiðum.

Samkvæmt þessu er ekki annað að sjá en að meðalhófregla sé og hafi verið brotin.

Er meðalhófsreglan talin ein af grundvallarreglu íslenskrar stjórnsýsluréttar

Við beytingu slíkra reglna sem sóttvarnareglur eru, þarf að gæta þess að þær brjóti ekki í bága við "MEÐALHÓFSREGLUNA" Sem bendir á að við beytingu slíks inngrips inn í líf almennings skal ætið gæta hófs og sýnt að viðkomandi aðgerðir gerir meira gagn en ógagn.

Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. 12 gr. 37/1993 

Inntak meðalhófsreglunnar er í megindráttum þríþætt. Í fyrsta lagi verður efni stjórnvaldsákvörðunar að vera til þess fallið að ná því markmiði sem að er stefnt. Þegar val stendur um fleiri úrræði en eitt til þess að þjóna settu markmiði, skal í öðru lagi velja það úrræði sem minnstri röskun veldur á hagsmunum borgarans. Í þriðja lagi skulu stjórnvöld gæta hófs við beitingu úrræðisins sem valið hefur verið. Ekki má beita úrræðinu á harkalegri hátt en nauðsynlegt er.

Fengið á Vísindavefnum


mbl.is Hvar á að bera grímu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband